Í morgun, á leið í vinnu, svínuðu tveir bíla fyrir mig með ca fimm mínútna millibili svo ég þurfti að nauðhemla. Í öðru tilvikinu notaði ég flautuna á bílnum mínum (sem ég hef átt í 3 ár) í fyrsta sinn. Hún hljómaði vel.
Þetta áfall varð til þess að ég mætti of seint í vinnuna, 107. skiptið í röð. Þetta er líka í 107. skiptið í röð sem ég kem með grjótharða afsökun. Ég held því vinnunni, ennþá.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.