mánudagur, 2. febrúar 2009

Ég hef uppgötvað nýjan mælikvarða á það að vera asnalegur. Ég hef verið að setja saman þennan kvarða í búningsklefa World Class síðustu 6 mánuði. Eftir ræktarferð kvöldsins er hann fullkláraður!

Mælikvarðinn er eftirfarandi:

Því seinna sem þú klæðir þig í nærbuxur eftir sturtu, því asnalegri ertu.

Dæmi um fullkomlega asnalegan einstakling: Náungi í ræktinni í kvöld klæddi sig fyrst í bol, skyrtu, bindi og sokka áður en honum datt í hug að fara í nærbuxur.

Dæmi um fullkomlega eðlilegan náunga: Náungi klæddi sig fyrst í nærbuxur eftir sturtu, eins og hann hefur gert síðustu 6 mánuðina. Sá aðili var að sjálfsögðu ég sjálfur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.