föstudagur, 6. febrúar 2009

Fyrir rúmum mánuði keypti ég miða á Familjen dansiball á Nasa, sem fer fram í kvöld. Eftir kaupin fór ég að safna liði á þessa skemmtan og tilhlökkun var mikil.

Fyrir rúmri viku var mér svo boðið í hálfgert stelpupartí fyrir dansiballið. Tilhlökkunin jókst mjög hratt. Svo hratt að eitthvað hlaut að brotna undan álaginu.

Í gærkvöldi náði svo tilhlökkunin hámarki, enda aðeins sólarhringur í viðburðinn. Þá brast eitthvað í mér og nú ligg ég í flensu. 4 tímar í skemmtun og tilhlökkuninni hefur verið skipt út fyrir gremju og snýtipappír.

Sem betur fer sögðu flestir, sem ég reyndi að safna á Familjen, mér að fara í rassgat.

Svo að eitthvað skemmtanagildi fylgi þessari færslu þá er hér línurit yfir hvernig spennan hefur aukist undanfarið. Og svo hrunið í febrúar 2009.

Smellið á mynd fyrir stærra eintak.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.