mánudagur, 16. febrúar 2009

Ekki aðeins er kreppan er gera útaf við jeppaeigendur og fólk sem vill vera í vinnu, heldur einnig bloggara landsins.

Í gær tók ég til í blogghlekkjum í fyrsta sinn eftir að kreppan skall á. Ég eyddi út óvirkum og læstum bloggum. Niðurstaða:

Alls eyddi ég 27 hlekkjum af 51. Eftir standa 24 virk og ólæst blogg. Það gerir um 53% hrun á bloggum þeirra sem ég þekki og/eða hlekkja á þessa síðu.

Ef;

* Þú er ósátt(ur) við að blogginu þínu hafi verið eytt
* Þú telur að bloggið þitt eigi að vera hér í hlekkjum
* Þig langar í Risa hraun (ekki myndlíking). Ég á 7 kassa.
* Þér finnst þú eiga eitthvað vantalað við mig
* Þér finnst þú vanrækt [ekkert (ur)]

...hafðu samband.

Ég hyggst halda áfram í tiltektinni á þessari síðu næstu daga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.