Svo virðist sem ég stillist á sjálfstýringu þegar ég keyri og tala samtímis.
Þrjú dæmi:
1. Þegar ég átti að vera á leið í verslun miðsvæðis í dag reyndi sjálfstýringin að keyra í Laugar, þangað sem ég fer venjulega um þetta leyti. Farþeginn náði að benda mér á þetta og slökkva þannig á sjálfstýringunni. Ég talaði þó ekki meira við farþegann þann daginn.
2. Ég keyrði marga kílómetra úr leið þegar ég átti að fara í Mosfellsbæ í gær. Síminn hringdi og sjálfstýringin stilltist á að keyra heim. Sjá mynd að neðan (smellið á mynd fyrir stærra eintak).

3. Ég gaf mjög mikið í þegar vegfarandi stoppaði alla umferð á Miklubraut með því að ýta á göngubrautartakka. Farþeginn í bílnum mínum, við hvern ég var að spjalla, benti mér á að sjálfstýringin mín væri að reyna að keyra yfir vegfarandann. Ég lét sem ég heyrði það ekki.
Enn einn kosturinn við mitt stórkostlega sjálf.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.