
Þessi leikari heitir upphaflega, hvorki meira né minna en Mahershalalhashbaz Gilmore.
Einhverntíman á lífsleiðinni hefur þetta samtal átt sér stað:
Vinur: Jæja, er ekki kominn tími á að þú skiptir um nafn?
Mahershalalhashbaz Gilmore: Af hverju?
Vinur: Tja... það er svolítið erfitt að muna. Væri ekki betra að stytta það?
Mahershalalhashbaz Gilmore: Af hverju?
Vinur: Svo þú eigir auðveldara með að meika það í Hollywood. Frekar erfitt að muna svona langt nafn.
Mahershalalhashbaz Gilmore: Hmmm það gæti verið rétt hjá þér.
Hann breytti því í Mahershalalhashbaz Ali.
Það virðist þó hafa virkað, því hann landaði nokkuð stóru hlutverki í stórmyndinni The Curious Case of Benjamin Button.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.