sunnudagur, 1. febrúar 2009

Ein er sú kona sem hræðir mig svo mikið að ég missi þvag. Sú manneskja er tvífari hinnar [að sögn] geysifallegu Cate Blanchett, leikkonu:


Cate Blanchett. Fleiri myndir.

Tvífari hennar heitir Tilda Swinton og er, því miður, líka leikkona. Ástæðan fyrir hræðslu minni er einfaldlega útlit hennar. Mér bregður alltaf jafn mikið við að sjá hana í myndum. Hún er óhugnarleg:


Tilda Swinton. Fleiri myndir.

Ég vildi bara láta vita af þessari hræðslu minni svo að henni verði ekki boðið í t.d. óvænta afmælisveislu mína í sumar (blikk blikk).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.