Hér eru nokkrar tillögur:
1. Hætta að framleiða allan annan brauðost en 28% feitan Gouda svo fólk hætti að taka t.d. 11% feitan Gouda ost í misgripun, en hann er eins og pappír sem hefur verið dýft í smjör.
2. Framleiða hóstasaft með góðu bragði. T.d. jarðaberja- eða risahraunbragði. Ég myndi kaupa það frekar en það sem selt er núna en það er mað lakkrís- og illskubragði.
3. Kenna Excel í grunnskóla samhliða íslensku og stærðfræði. Það er ótrúlega erfitt að finna einhvern sem hefur sannan áhuga á þeim Excelskjölum sem ég vinn dags daglega. Mér líður eins og nördi sem montar sig af góðum árangri í World of Warcraft. Engum á að þurfa að líða þannig!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.