fimmtudagur, 1. janúar 2009

Áður en ég tilkynni áramótaheit ársins finnst mér rétt að fara yfir áramótaheit ársins 2008 og hvernig þau gengu:

1. Drekka meira áfengi og mæta í partí sem mér er boðið í.
Ég varð fullur tvisvar á árinu. Fyrst í febrúar á árshátíð 365 og síðan 20. desember. Ég afþakkaði ca. 90% boða í teiti. Mjög lélegur árangur.

2. Halda áfram að þyngja mig með lyftingum og prótein-/kreatín-/glútamínáti.
Ég er orðinn 91 kg, sem er um 11% þynging. Góður árangur.

3. Taka mataræðið í gegn.
Ég borðaði reglulega en frekar óhollt. Sæmilegur árangur.

Áramótaheit 2008: 50% árangur.

Hér eru ný áramótaheit fyrir árið 2009:

1. Drekka meira áfengi.
2. Fara á fleiri viðburði*.
3. Þyngjast meira.
4. Sofa meira.
5. Verða ákveðnari.
6. Verða óhjálpsamari.
7. Verða sjálfhverfari.
8. Verða almennt verri maður.

Ég vona að þetta gangi vel, held ég.

* Viðburðir = tónleikar/partí/hátíðir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.