fimmtudagur, 1. janúar 2009

Til að byrja með; gleðilegt 2009. Takk fyrir allt á því ári sem var að líða. Man ekki alveg númer hvað það var.

Gærkvöldið var rólegt og þægilegt. Hér eru helstu atriðin:

* Ég græddi 50.000 krónur með því að ætla að kaupa flugelda fyrir kr. 50.000 en hætta svo við.

* Áramótaskaupið fannst mér mjög gott. Gef því 7 í einkunn af 10.

* Ég ætlaði á áramótaball en þegar á hólminn kom hringdi gestur af ballinu í mig og sagði að mín væri saknað þar. Ef mín er saknað á balli þýðir það að ballið er ömurlegt. Svo ég sleppti því.

* Fyrsti dagur ársins var án birtu, þar sem ég vaknaði um klukkan 16.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.