laugardagur, 17. janúar 2009

Lýst er eftir húfu. Húfan fór að heiman úr Hafnafirði einhverntíman í síðustu viku og hefur ekki skilað sér. Hún er dökkgræn að lit, hönnuð til að hylja eyru og er mjög þægileg viðkomu.

Hún ber nafnið Helga [Húfa Finnsdóttir], er 2ja ára og er saknað af undirrituðum.

Að neðan er mynd af húfunni, teiknuð af rannsóknardeild lögreglunnar eftir lýsingu eiganda:



Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Helgu Húfu eru beðnir um að hafa samband við mig í athugasemdum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.