6. Benny Benassi.
Einhver, einhvernveginn sendi mér hlekk á lagið Satisfaction með honum á árinu. Eftir það "keypti" ég alla diskana hans og hlustaði á án þess að blikka augunum.
5. Grái hárlokkurinn á miðjum hausnum á mér.
Fann lokk af gráum hárum á hausnum á mér í sumar. Íhugaði að lita hárið á mér hvítt til að fela hann en fattaði svo að Bogi Ágústsson er gráhærður, þannig að ég er fullkomlega sáttur við að verða bráðum gráhærður.
4. Love you should've come over með Jeff Buckley.
Kynntist þessu lagi í gegnum ástarsorg vinar míns. Hef hlustað á þetta reglulega síðan þá. M.a. í ræktinni, þegar ég æfi vöðvana sem gnísta tönnunum og halda tárum í skefjum:
3. Kjúklingastaðurinn í Suðurveri. Karrýkjúklingarétturinn, nánar tiltekið.
Fyrir einhverja furðulega tilviljun fór ég á þennan stað og ákvað að velja rétt númer 7. Það var ekki snúið til baka. Síðan þá hef ég haldið staðinum gangandi.
2. Ratatat.
Fékk hlekk á lagið Loud Pipes með þessari New York sveit og missti þvag við fyrstu hlustun. Eitt leiddi af öðru og ég endaði á tónleikum með þeim 20. desember, sem var ein skemmtilegasta kvöldstund ársins. Hér er lagið Wildcat:
1. Sebastian Tellier.
Heyrði í þessum meistara í Eurovision, af öllum visionum með lagið Divine. Ég varð hugfanginn, "keypti" allt með honum og komst að því að Divine er með verri lögum hans, þó það sé frábært. Fór á tónleika með honum í september eða október í Öskjuhlíðinni. Ég legg til að hann verði klónaður, til að eiga vara eintak.
Hér er lagið La Ritournelle:
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.