Chris Cornell er þekktur fyrir að vera í grunge sveitinni Soundgarden og síðar rokksveitinni Audioslave. Eftir það hóf hann sólóferil, þar sem hann m.a. tók James Bond lagið You know my name.
Nýjasta útspil hans er vægast sagt sérstakt. Hugsið ykkur Britney Spears lag. Setjið það lag svo í Britney Spears myndband með hópdansi og öllu. Takið svo Britney Spears úr jöfnunni og setjið Chris Cornell í staðinn.
Áhugavert hjá honum að breyta markhópnum sínum frá reiðum karlmönnum yfir í 12 ára stelpur.
Mér býður við þessu, en sýni þetta samt; lagið Part of me með...[æla í háls]...Chris Cornell:
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.