miðvikudagur, 21. janúar 2009

Þá er komið að sparnaðarráðum Finns viðskiptafræðings.

Í þessari viku kenni ég hvernig má spara tíma og þarmeð pening.

Hér eru dæmi um minn sparnað:

1. Ég mæti alltaf hálftíma of seint í vinnuna til að forðast umferð.
2. Ég fer alltaf klukkutíma of seint í morgunmat, hádegismat og kaffi til að forðast biðröð í mötuneytinu.
3. Ég vinn til kl 19, til að forðast umferð.
4. Ég fer alltaf í ræktina klukkan 19, til að forðast örtröðina á bilinu 16:00-18:30.
5. Ég versla alltaf inn á bilinu 21:00-22:00 í Samkaup, Hafnarfirði, til að forðast örtröð. Hef ekki verslað í Bónus í meira en ár.
6. Ég forðast allt ókeypis, þar sem þar skapast örtröð í 99% tilvika [gróf áætlun].

Þegar allur tímasparnaðurinn er tekinn saman í lok árs kemur í ljós að ég hef sparað mér tugi, ef ekki milljónir klukkutíma með því einu að vera á skjön við samfélagið.

Þennan tíma má t.d. nýta í að verka fisk og fá þannig hellings pening. Í bónus fær maður að sleppa við að hitta fólk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.