Þessi færsla er bönnuð börnum innan 18 ára og öðrum viðkvæmum. Þá aðila bið ég vinsamlegast um að loka augunum þegar færslan er lesin.
Ég hef nú verið í World Class í 16 mánuði. Margt hefur gerst á þeim tíma. Hér er topp 5 listinn yfir eftirminnilegustu atburðina í World Class hingað til:
5. Þegar ég áttaði mig á því að rassastelpan, eins og ég kýs að kalla hana, er líka með andlit. Og það er fagurt. Sú gleði sem þessari uppgötvun fylgdi hvarf þó fljótt þegar ég áttaði mig á því hversu mikill viðbjóður ég er.
4. Þegar ég sá miðaldra manninn með bolinn gyrtan í nærbuxurnar og niðurfyrir þær. Sú mynd er sem greypt í huga minn. Hún hverfur ekki, sama hvað ég klóra í augun á mér.
3. Þegar ég sá loðnasta mann í heimi í sturtu. Ég hélt að hann væri í samfestingi þangað til mér var litið á ljósa blettinn í klofinu á honum, en þar var hann brasilískt snyrtur. Áhugaverð samsetning.
2. Elgmassaði náunginn sem elti mig úr sturtunni í gufuna, úr gufunni í sturtuna, úr sturtunni í þurrkunaraðstöðuna og þaðan að klefanum mínum, pósandi á hverjum stað, kviknakinn. Ég held ég sé búinn að hrista hann af mér.
1. Þegar ég var nýkominn úr sturtu og var að teygja mig upp í efstu hilluna eftir handklæðinu, snúandi mér að útidyrahurðinni að sundlauginni þegar stelpa gekk inn á mig. Ég fraus í þessari stellingu (nema berrassaður) en náði þó að heilsa henni rétt áður en hún hljóp út. Gott ef hún var ekki grátandi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.