þriðjudagur, 6. janúar 2009

Af því ég segi aldrei nei við neinn, þá dreif ég mig á myndina Yes man með vinkonu minni. Mér fannst aðalkarakterinn ekkert líkur mér! Sjá hér.

Og ef mér þætti hann líkur mér þá er það líklega bara af því hann var mjög skemmtilegur. Vinur eftir mínu höfði.

Annað vakti athygli mína. Áður en myndin byrjaði var tónlist Katy Perry spiluð. Hún reynist vera algjörlega fullkominn tvífari aðalleikkonu myndarinnar, Zooey Deschanel:

Zooey Deschanel.


Katy Perry.

Allavega, myndin kom mjög á óvart. Mæli með henni fyrir alla sem segja "já" við öllu. Með betri myndum Jim Carrey. 3 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.