þriðjudagur, 6. janúar 2009


Tveir vinir mínir létu mig vita í gær að þeir hefðu séð myndina Yes man með Jim Carrey í aðalhlutverki. Ástæðan fyrir því að þeir létu mig vita af þessari mynd var sú að þeim fannst ég mjög líkur karakter Jim Carrey.

Jim Carrey leikur þar gríðarlega neikvæðan og leiðinlegan mann sem tekur aldrei neina áhættu. Gott ef hann hefur ekki gaman af Excel og étur Risa hraun í hvert mál. Hann er svo leiðinlegur að hann fer á námskeið í því að verða minna leiðinlegur.

Það eina sem vantar er að hann eigi tvo fyrrverandi vini sem bentu honum á hversu leiðinlegur hann væri með því að líkja honum við óþolandi náunga. Þá værum við nákvæmlega eins!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.