fimmtudagur, 8. janúar 2009

Svo ég haldi áfram umfjöllun minni um myndina Yes man (þriðja færslan í röð), þá fjallar hún um félagslega óvirkan mann sem byrjar að segja já við öllu sem honum býðst.

Þar sem mér hefur verið líkt við þennan kappa ákvað ég gera það sama og hann, nema í litlum skrefum. Ég byrjaði í dag. Hér eru nokkur tækifæri sem ég fékk:

* Vaknaði klukkan 8:00. Spurði sjálfan mig hvort ég vildi ekki sofa lengur, jafnvel yfir mig. Svaraði því játandi, frekar áhugalaus. Það tókst.

* Sá í Fréttablaðinu að hljómsveitin Familjen muni halda tónleika á Nasa þann 6. febrúar næstkomandi. Ég náði ekki að klára spurninguna áður en ég öskraði JÁ yfir alla hæðina. Ég kaupi svo miða seinna.

* Var að spá í að vera mjög lélegur á körfuboltaæfingu kvöldsins. Ég greip þá hugsun á lofti og lét hana verða að veruleika!

* Í Samkaup í kvöld hugsaði ég með sjálfum mér að ég ætti að sleppa öllu nammi. Svo hugsaði ég; "Láttu ekki svona! Lifðu lífinu, segðu já við nammi!". Núna klæjar mig í tennurnar yfir öllu namminu sem ég át í kvöld, sem er skrítið því ég náði ekki að tyggja nema lítinn hluta af því, slíkur var ákafinn.

* Áður vildi ég ekki að fólk héldi að ég væri á kaf í dónalegum eiturlyfjum. Ég áttaði mig á því að það er óþarfa neikvæðni. Hér er því lagið No no no með Benny Benassi, sem ég vildi að ég kynni að dansa við:


0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.