Nokkrar sannar smásögur úr kolsvörtum hversdagsleikanum:
1. Blóðugur miðvikudagur.
Í gærmorgun vaknaði ég með munninn fullan af blóði. Ég veit ekki hvað olli en mér finnst líklegt að ég hafi bitið frekar fast í tunguna án þess að vakna. Ég var hálfan daginn að losna við blóðbragðið. Fín tilbreyting.
2. Yfirheyrt í vinnunni.
Dama 1: Gerðist eitthvað í grey's í gær? Ekki segja mér samt.
Dama 2: ...
Dama 1: Hvað ætlarðu að gera um helgina?
3. Uppgötvun.
Mig langaði í eitthvað að borða í vinnunni í morgun og fór í mötuneytið. Þar sagðist ég ekki vita hvað ég vildi. Þegar afgreiðslustúlkan stakk upp á skyri kastaði ég smá upp í munninn. Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég hata ekkert meira en skyr.
Ég þigg fleiri smásögur úr ykkar lífum í athugasemdum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.