fimmtudagur, 4. desember 2008


Ég hlæ mikið af Chuck Norris bröndurum, þó ég viti innst inni að þetta eru harðar staðreyndir. Ég býst við að hláturinn sé í raun mín leið til að höndla þann kraft sem fylgir öllu tengdu Chuck Norris.

Allavega, eitt sinn spurði vinur minn mig:

„Ert þú ekki Excel aðdáandi? Geta þeir haft gaman af Chuck Norris [staðreyndum]? Hvernig?“

Svörin eru einföld:
1. Já.
2. Já.
3. Með hjálp Excel.

En þá kem ég mér að efninu:

Ég slengi hér með fram kenningu um Chuck Norris, sem þarf að sanna. Hún er svo hljóðandi:

„Chuck Norris override-aði ctrl+z shortcut-ið (undo) í Excel með macro sem peistar special-values, af því Chuck Norris gerir ekki mistök.“

Sá fyrsti til að sanna þetta vísindalega (og þar með bæta þessari kenningu við gríðarlegan fjölda Chuck Norris staðreynda) fær Risahraun í verðlaun, að því gefnu að sá hinn sami nái því úr köldum, dauðum lúkum mínum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.