Ég verð auðvitað líka að birta lista yfir verstu/leiðinlegustu myndir sem ég sá á árinu 2008. Hér er listi yfir topp einu myndina. Listinn er, eins og áður, talinn aftur á bak, til að viðhalda spennu:
1. Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street.
Andstyggilega leiðinleg söngvamynd! Sagan er hræðileg, lögin ömurleg og ekkert gerist þá 45 tíma sem myndin tekur. Án nokkurs vafa með leiðinlegri myndum sem ég hef séð.
Ég bið alla þá sem sáu myndina með mér í bíó, enn einu sinni afsökunnar á að hafa stungið upp á henni. Ég mun seint fyrirgefa sjálfum mér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.