Þar sem þetta ár er næstum búið finnst mér rétt að rifja það upp. Og þá rifja það upp í gegnum bíóferðir mínar. Hér er listi yfir 8 bestu myndirnar sem ég sá á árinu 2008. Ég tel niður, til að hafa spennuna óþægilega:
8. The Bucket list.
Kom sterk inn eftir að hafa séð 10 vondar myndir í röð. Róleg og þægileg mynd með gömlum köllum sem eru að deyja í aðalhlutverki.
7. Kung fu panda.
Ég hló nánast allan tímann á þessari mynd. Þrívíddarteiknimynd.
6. Iron man.
Kom mér mjög á óvart. Frábær ofurhetjumynd.
5. Quantum of Solace.
Það bregst ekki að James Bond klikki ekki. Þessi nýi er draumur.
4. Into the wild.
Mér fannst þessi mynd í besta falli sæmileg á sínum tíma. Hún óx í minninu og er nú með betri myndum ársins, þó hún séð gerð 2007.
3. The Dark knight.
Held að allir viti allt um þessa mynd. Heath Ledger stelur senunni.
2. Forgetting Sarah Marshall.
Marshall úr þáttunum How I met your mother þarf að gleyma Sarah Marshall. Áhugavert. Mæli með henni fyrir alla, nema hórur. Þær fíla þetta líklega ekki.
1. Wall·E.
Drasl vélmenni verður ástfangið af öðru, mun flottara vélmenni. Upphefst stafræn ást. Hljómar ekki mjög vel en er besta myndin sem ég sá á árinu. Héðan í frá fer ég ekki á neina mynd nema hún innihaldi vélmannaást.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.