miðvikudagur, 3. desember 2008

Ég hef alltaf verið mjög reiður yfir því hlutskipti mínu að hafa minnstu þvagblöðru landsins. Í kvöld náði pirringurinn hámarki, sem olli heimsmeti.

Ég sagði við vin minn að ég ætlaði að pissa í 250 milljónasta skiptið í kvöld. Það voru ýkjur. Ég var í raun að pissa í 3. skiptið síðan ég kom heim úr vinnunni. Svo miklar reyndust ýkjurnar að ég bætti heimsmetið í ýkjum. Ég hafði ýkt pissuferðirnar rúmlega 83 milljónfalt.

Til að lesendur geri sér almennilega grein fyrir ýkjunum er hér mynd, með lógaryþmískum skala, sem ætti að sýna fram á hversu ótrúlegt þetta met er. Svo ótrúlegt að það verður líklega aldrei slegið.

 
Posted by Picasa

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.