laugardagur, 27. desember 2008

Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að halda aftur af mér að tala um sjálfan mig. Ég ætla að sleppa af mér beislinu í þetta sinn, eins og í hinum 356 færslum sem skrifaðar hafa verið á þessu ári.

Getraun dagsins; hvað eiga eftirfarandi aðilar sameiginlegt:

Gianluigi Buffon, markmaður einhverskonar.

Frederick Weller, leikari.

Asni, asni.

Svar: Þeim hefur öllum verið líkt við mig á árinu. Fyrstu tveir voru sagðir líkamlega líkir mér af Simma Bónda og Maggý. Sá síðasti var sagður andlega líkur mér af ónefndri manneskju.

Reyndar var það "Fucking fáviti", en þetta er það næsta sem ég kemst því.

Til upprifjunar þá lít ég svona út líkamlega. Og svona andlega.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.