mánudagur, 15. desember 2008

Ef allt annað en ég er undanskilið, þá finnst mér fátt áhugaverðara en ég sjálfur. Þar sem ég hef ekki neitt að segja þá hef ég ákveðið að taka viðtal við sjálfan mig með spurningum úr einhverju viðtali laugardagsblaðs Fréttablaðsins.

1. Hvenær varstu hamingjusamastur?
Síðast þegar það var plokkfiskur í matinn.

2. Ef þú værir ekki viðskiptafræðingur, hvað værirðu þá?
Tölvunarfræðingur. Eða ónytjungur. Jafnvel bæði.

3. Hvað er það dýrasta sem þú hefur keypt þér?
Bíllinn minn. Kostaði 600.000 krónur. 1.200.000 krónur með viðgerðum.

4. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig?
„Þú ert ekki góður maður“

5. Ef þú byggir ekki í Hafnarfirði, hvar myndirðu búa?
Í Reykjavík líklega. Eða Garðabæ. Eða Kópavogi.

6. Uppáhaldsleikari og af hverju?
Cillian Murphy af því ég pissa á mig úr hræðslu þegar ég sé hann. Ef það er eitthvað sem ég hef gaman af þá er það að pissa á mig.

7. Draumahelgin í einni setningu?
Svefn, rækt, bíó, Risahraun og góður félagsskapur.

8. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurntíman gegnt?
Þorskhausaverkunartæknir í Herði, Fellabæ í 3 eða 4 mánuði. Horror.

9. Uppáhaldsstaðurinn þinn?
Rúmið mitt.

10. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag?
Raftónlist. Veridis Quo með Daft punk og Sexual Sportswear með Sebastien Tellier.

11. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju?
Til 1984 og sækja um kennarastarf í Finnbogastaðaskóla, Trékyllisvík. Af því bara.

12. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni?
Svefnleysi. Annars ekkert.

13. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera?
Ég myndi eyða öllum mistökum mínum, auðvitað.

14. Hvenær fékkstu síðast hláturskast?
Síðast þegar ég horfði á Kenny vs. Spenny, þetta nánar tiltekið.

15. Áttu þér einhverja leynda nautn?
Ég held ekki. Er þá búinn að gleyma henni.

16. Uppáhaldsbókin þessa stundina?
Facebook.

17. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til?
Framtíðar Finns, því hann mun gera allt rétt.

18. Hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki?
Dennis Miller.

19. Uppáhaldsorðið þitt?
Eða.

20. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín?
Hamingja, doj.

21. Hvaða einu lagi verður þú að taka "cover" af áður en þú deyrð?
Straight to you með Nick Cave & the bad seeds.

22. Hvaða hlutverk myndir þú verða að leika áður en þú deyrð?
Rambó.

23. Hver verða þín frægu hinstu orð?
„Hvað ætli þessi takki geri?“

24. Hvað er næst á dagskrá?
Rækt, borða og heim að slá inn körfuboltatölfræði.

Ég þakka sjálfum mér fyrir greinargóð svör.

Ykkur er velkomið að svara sömu spurningum í athugasemdum eða á blogginu ykkar, þó ég efist um að nokkur heilbrigður einstaklingur nenni því.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.