sunnudagur, 14. desember 2008

Ég hef snúið aftur frá Vestmannaeyjum, reynslunni ríkari þar sem UMFÁ spilaði tvo leiki gegn ÍBV í körfubolta.

Í Vestmannaeyjum gerðist eftirfarandi:

* Ég horfði á heilan fótboltaleik. Minn fyrsta í 13 ár. Bláa liðið vann 1-1.
* Ég reyndi að horfa á annan fótboltaleik síðar um kvöldið en heilinn sagði nei.
* Mér var boðið í 18 ára stelpupartí, sem ég afþakkaði einhverra hluta vegna.
* Liðið spilaði stysta og mögulega versta póker allra tíma á laugardagskvöldið. Hann kláraðist á ca hálftíma.
* Ég tók 26 myndir. Þær eru hér.
* Ég svaf í 2ja hæða koju. Góð stemning.
* Ég skemmti mér konunglega.

Æ já. Við töpuðum báðum leikjunum eftir að hafa verið yfir mestallan tímann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.