föstudagur, 28. nóvember 2008

Samviskan leyfir mér ekki að halda þessu leyndu lengur; svo virðist sem rót kuldakastsins sem er að ganga yfir Reykjavík og nágrenni sé í Hafnarfirði, nánar tiltekið í herberginu mínu.

Svo kalt var þar í nótt að ég svaf í risapeysunni, undir sæng, teppi og í sokkum ásamt því að kveikja lítinn eld í rúminu. Samt skalf ég.

Kuldakastinu lýkur líklega í dag, þar sem ég lokaði glugganum að herberginu áður en ég fór í vinnuna í dag. Það var ekkert.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.