Ég vil að það sé karma í heiminum, þeas að fyrir allt það góða sem maður gerir fáist eitthvað gott í staðinn á endanum. Og öfugt, auðvitað. Falleg hugsun en þannig virkar heimurinn víst ekki.
Ef hann virkar þannig, þá á ég inni að framkvæma amk eitt þjóðarmorð fyrir að hafa fengið stærstu peysu sem ég hef séð í stað XL peysunnar sem ég keypti á ebay.
Hér er mynd af mér í henni (gerð svarthvít til að fela hvað ég var rauður af taumlausri heift).
Ég kaus að skila henni ekki af því mig vantaði sæng, gardínur og segl á skútuna sem ég mun einhverntíman hugsa um að kaupa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.