laugardagur, 29. nóvember 2008

Ég sat í rólegheitum mínum og snæddi Kjúklinga Kessedía (held það sé rétt skrifað) á Serrano í dag þegar ungabarn í ungbarnastól og 3-4ra ára barn fóru að leika sér nokkrum borðum frá mér svo ungbarnið skríkti úr hamingju.

Allir viðstaddir hlógu og höfðu gaman af, þar á meðal ég sem leit upp og kímdi, þar sem ég hafði ekki orku í meira.

Allt í einu hætti hláturinn. Ég leit upp og sá að börnin tvö störðu á mig. Athygli þeirra á mér vakti athygli annarra. Það komst á dauðaþögn og undarleg stemning í ca hálfa mínútu á meðan við horfðumst í augu. Ég leit svo undan og þóttist ekki taka eftir neinu.

Viðvera mín hafði eyðilagt grínið hjá börnunum, einhverra hluta vegna. Það er ótrúlega margt sem getur farið úrskeiðis þegar maður ætlar að fá sér eitthvað fljótlegt að borða. Súrrealísk sena að baki.

Næsta atriði; Finnur fer í ræktina án þess að drepa einhvern. Gangi mér vel.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.