miðvikudagur, 12. nóvember 2008

Þegar ég get ekki boðið upp á andlega upplyftingu með vandræðalegum sögum af mér, þar sem ég ýmist geri mig að fífli, slasa mig eða bæði, þá verð ég að bjóða upp á veraldlega hluti:

* Fólk á mjög erfitt með að byrja að mæta í ræktina þar sem það kann lítið á tækin, vænti ég. Ég býð því upp á heimatilbúið æfingaplan. Því er stillt upp á þann hátt að hægt er að smella á allar æfingar. Þá opnast vefvafrari sem sýnir æfingarnar og býður upp á video til að taka allan vafa af.

Hér er planið í 2003 Excel útgáfu og hér í Excel 2007 útgáfu.

* Lagið Electric feel með MGMT: Hér.

* Ég mæli ekki með Who's your daddy með Benny Benassi, þar sem myndbandið við það er viðbjóðslegt klám. Ég vara ennfremur ættleidda við frekar erfiðum spurningum í laginu sem gætu orsakað sálarflækju. Hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.