Það er komið að óvenjulegri gagnrýni; bókagagnrýni (fleirtala).
Að þessu sinni tek ég fyrir fjórar bækur, sem ég hef lesið síðustu 6 mánuði. Það gerir eina bók á sex vikna fresti, sem hlýtur að vera heimsmet í hraðlestri.
1. Darkly Dreaming Dexter (2004) (Ísl.: Dexter í dimmum draumi) eftir Jeff Lindsay.
Bókin fjallar um Miamíska blóðmeinafræðingin Dexter Morgan sem er haldinn morðfíkn. Hann drepur þó bara vont fólk og kemst upp með það, þar sem hann kann alla klækina.
Allavega, annar og betri fjöldamorðingi fer á stjá í Miami. Uppgjör! Fjör.
Fyrsta sería Dexter þáttanna er gerð eftir þessari bók, þó að þættirnir séu mun betri.
Ég las íslensku þýðinguna, sem er klaufaleg.
Fín bók engu að síður. Tvær og hálf stjarna af fjórum.
2. Dearly Devoted Dexter (2005) (Ísl.: Dexter dáðadrengur. Grínlaust) eftir Jeff Lindsay.
Framhald Darkly Dreaming Dexter. Nýr "fjöldamorðingi" er mættur til Miami sem fer vægast sagt illa með fórnarlömbin sín. Ég hef unun af ofbeldi en lýsingarnar í þessari bók fengu mig til að kjökra. Andstyggilegt.
Æsispennandi bók sem er mun betri en fyrsta. Þrjár og hálf stjarna af fjórum.
3. Dexter in the Dark (2007) (Ísl.: Dexter í Drungalegum Dansi. [ágiskun]) eftir Jeff Lindsay.
Framhald fyrri bóka. Að þessu sinni hverfur innri rödd Dexter sem hjálpar honum að drepa um leið og illa farin lík tveggja stúlkna finnast.
Andstyggilega leiðinleg bók. Plottið er glórulaust, spennan engin og uppbyggingin vonlaus. Ótrúlegt að þetta sé eftir sama höfund og síðasta bók.
Hálf stjarna af fjórum.
4. Kvæðahver (2008) (Ens.: Geysir of poems) eftir Lubba Klettaskáld.
Ljóðabók eftir bróðir minn, Lubba Klettaskáld. Fjallar um hvað á daga hans hefur drifið síðan síðasta bók hans var gefin út, fyrir 5 árum.
Líklega alvarlegasta ljóðabók Lubba hingað til en samt mjög fyndin. Hann heldur áfram að leika sér með formið og gera grín að öllu.
Mæli með þessari bók. Fjórar stjörnur af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.