fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Í hvert einasta skipti þegar eitthvað áhugavert er í sjónvarpinu og ég þori varla að blikka augum af spennu, frýs myndlykillinn minn og endurræsir sig. Þetta tekur venjulega hálfa mínútu, svo ég missi nánast alltaf af nektarsenunni spennuatriðinu.

Flestir myndu missa vitið eftir nokkur skipti, en ekki ég.

Ég lít á þetta sem tækifæri. Tækifæri til að spjalla við öskrin í hausnum á mér, sem eru svipað ósátt við þennan galla myndlyklanna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.