föstudagur, 31. október 2008

Nýlega opnaði þessi síða, þar sem Íslendingar mótmæla því að einhver Gordon Brown hafi notað hryðjuverkalög á landið. Það er bæði hægt að skrifa nafn sitt á lista og senda inn mynd, sýnandi að við erum ekki hryðjuverkamenn.

Ca 95% af myndunum láta mig hríðskjálfa úr aulahrolli. Ég get samt ekki verið minni maður en sótsvartur almúginn. Ég sendi inn eftirfarandi myndir:




Smellið á myndirnar fyrir stærri eintök.

Módel: Björgvin Gunnarsson (bróðir minn) og Bergvin Jóhann Sveinsson (frændi minn).
Myndataka: Finnur Torfi Gunnarsson (elskhugi minn og ég).
Ár: 2006.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.