föstudagur, 31. október 2008

Þá er komið að sparnaðarráðum Finns.

Ég fékk talsvert af kvörunum frá síðustu sparnaðarráðum, m.a. að ef slökkt er á öllum ofnum í húsinu þá frjósi fólk í hel, sérstaklega í 70 gráðu frostinu sem gengið hefur yfir landið. Hér er því lagfæring á ráðinu:

* Slökkvið á öllum ofnum í húsinu.
Þegar kuldinn er alveg að verða óbærilegur, kveikið á laginu hér að neðan og æfið dansinn í myndbandinu. Hann heldur á ykkur hita. Passið bara að springa ekki úr stuði.




* Sparið ykkur nauðungaráskriftargjald RÚV.
Það eina sem þið þurfið að gera er að henda öllum sjónvarpstækjum, útvarpstækjum, nettengdum tölvum og rífa útvarpið úr bílnum og viti menn; maður sleppur við að borga af þessari hrútleiðinlegu stöð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.