laugardagur, 25. október 2008

Klukkan 2 í nótt datt mér í hug að framkvæma rannsókn. Hér er skýrslan:

Rannsóknarefni:
Áhrif skúffukökuáts á körfuboltagetu.

Rannsóknaraðferð:
Ég borðaði hálfa skúffuköku kl 2:30 um nótt, 8 tímum fyrir körfuboltaæfingu. Með henni drakk ég 2 glös af léttmjólk. Skömmu síðar fór ég að sofa.

Framkvæmd:
Æfingin byrjaði ágætlega en fljótlega hætti ég að geta andað. Eftir 90 mínútur var ég kominn að því að kasta upp.

Niðurstaða:
Þol minnkar um 60%.
Geta minnkar um 2%.
Blót og öskur yfir slæmu gengi eykst um 450%.
Löngun til að deyja eykst um ∞.

Þannig að ég mæli ekki með því að borða skúffuköku svona skömmu fyrir körfuboltaæfingu.

Næst ætla ég að kanna áhrif Risahraunáts á körfuboltagetu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.