sunnudagur, 26. október 2008

Eftirfarandi aðgerðir teljast hættulega nördalegar:

* Að tefla.
* Að hanga á internetinu.
* Að vera einn heima á laugardagskvöldi.

Ég sprengdi alla skala í gærkvöldi (laugardagskvöld) þegar ég sameinaði þessi þrjú atriði og tefldi á internetinu til 3:30 um nóttina. Ekki nóg með það heldur vann ég skákina og hló mjög asnalegum hlátri þegar andstæðingurinn gaf.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.