Svo fór ég að hugsa; hvernig hefur nammineysla mín verið í október? Og í framhaldinu; hvernig er fylgnin milli andlitsbóla og nammineyslu?
Ég skoðaði eitt af fjölmörgum Excelskjölum sem ég held til haga um neyslu mína, atgervi og hegðanaferli og sá strax munstur.
Smellið á myndina fyrir stærra eintak.

Svo virðist sem neikvæð fylgni sé á milli þess að borða nammi og fá bólur í framan, þeas því meira nammi sem ég borða, því færri bólur eru framan í mér.
Nýlegt heilsuátak mitt í nammiáti er því að fara mjög illa í líkamann, með áður nefndum mótmælum hans.
Hér er því komin enn ein ástæðan fyrir að borða nammi í nánast hvert mál.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.