Launin hjá starfsmönnum 365 munu lækka eftir mánaðarmótin. Ég vinn þar.
Mötuneytið hjá 365 er glórulaust í verðlagningu. Þannig hækkaði t.d. súkkulaðið Malta úr 70 krónum í 145 krónur einn daginn.
Stýrivextir snarhækkuðu nýlega upp í 18% og voru þó háir fyrir.
Til að taka þetta saman; neysluvörur snarhækka í verði, laun lækka og vextir af lánum (sem maður tekur til að eiga fyrir einhverju) hækka. Góðir tímar.
Ég vil gjarnan hitta manneskjuna sem sagði að peningar kaupi ekki hamingju og stinga hana í augun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.