Í gær náði ég þeim árangri að mæta á ættarmót í fyrsta sinn um ævina. Það eitt og sér er ekki svo erfitt, jafnvel skemmtilegt að hitta fullt af ættingjum sem maður hefur ekki hitt áður. Ég ákvað því að gera þetta áhugavert.
Ég fór í jakkafötum sem ég keypti mér fyrir 2 árum og 15 kílóum síðan, þeas þegar ég var 75 kíló. Eins og alþjóð veit er ég 90 kíló núna, þökk sé hreyfingu, heilbrigðum lífstíl og helling af sterum.
Til að gera langa sögu stutta þá varð úr eitt sprenghlægilegasta ættarmót sem haldið hefur verið, allt vegna þröngu jakkafatanna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.