Í gærkvöldi tók ég ákvörðun sem fól í sér að ég gerði eitthvað með minna en mínútu umhugsun. Skyndiákvörðun svokölluð, er mér sagt að þetta kallist.
Þetta er í fyrsta sinn í yfir 10 ár sem ég tek skyndiákvörðun og í þetta sinn brenndi ég ekki af mér augabrúnirnar né skildi einhvern meðvitundalausan eftir í sökkvandi skipi.
Klukkan 22:20 í gærkvöldi var ég semsagt beðinn um að mæta í bíó kl 22:30 af ungri dömu. Ég þáði, ók öskrandi á staðinn og skemmti mér konunglega.
Það hefur þá verið sannað fyrir mér að skyndiákvarðanir geta verið góðar. Ekki láta koma ykkur á óvart ef ég kýli ykkur bylmingsfast í magann eða segi eitthvað óvenjulegt í næstu samskiptum okkar á milli. Ég er stjórnlaus eftir þessa lífsreynslu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.