sunnudagur, 7. september 2008

Ég á við vandamál að stríða. Ég leita til lesenda síðunnar með þau.

1. Engir körfuboltaskór fást í Reykjavík nema maður vilji borga 20.000 krónur fyrir nafn á NBA leikmanni á skónum auk áföstum ca 2 kg af skartgripum.

Ef einhver getur bent mér á verslun í Reykjavík sem selur venjulega körfuboltaskó þá er ég til í að greiða 10% af verði skónna til viðkomandi. Intersport og Útilíf teljast ekki með þar sem simpansar virðast versla inn skó þar (sjá ástæðu fyrir ofan).

2. Ég pissa að meðaltali 7 sinnum eftir hverja ferð í ræktina. Þetta er orðið talsvert pirrandi vandamál þar sem ég kem eiginlega engu öðru í verk eftir ræktina.

Ef einhver getur bent mér á aðferð til að þurfa aldrei aftur að pissa, þá er ég til í að greiða 10% af ágóða hugmyndarinnar til viðkomandi.

3. Ég get ekki farið snemma að sofa. Ef einhver getur platað mig í rúmið snemma með öllum tiltækum ráðum þá fæ sú hin sama 500 krónur en bara ef ástarmök eru innifalin.

4. Ég get ekki hætt að grína. Ef einhver getur hunsað síðustu 3 atriðin í þessari færslu þá væri það vel þegið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.