þriðjudagur, 2. september 2008

Ég tek hádegismat yfirleitt um kl 13 á virkum dögum. Þannig slæ ég tvær flugur í einu höggi:

* Klukkan 13:00 er fámennt í mötuneyti 365. Ég hata fólk.
* Ég get horft á hádegisfréttir Stöðvar 2 á Stöð 2 plús (sem sýnir þá dagskránna klukkutíma síðar).

Allavega, í dag fór ég í mötuneytið kl 13, keypti mér eitthvað að borða og settist niður til að horfa á fréttirnar. Ég heyrði samt ekkert í fréttunum af því einhverjir töluðu saman mjög hátt bakvið mig.

Þegar ég leit við sá ég að þarna voru fréttamennirnir sem voru á skjánum að tala saman. Þannig að ég heyrði ekkert í fréttunum fyrir fréttamönnunum sem voru að lesa fréttirnar. Það munaði engu að ég hefði sagt "Væruði til í að þegja! Ég heyri ekkert hvað þið eruð að segja.". Það hefði farið beint í skemmtisögubókina mína.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.