miðvikudagur, 3. september 2008

Það er komið að því að fara yfir myndir bíóhúsanna!

Tropic thunder
Hef ekki séð hana. Sé hana vonandi í vikunni.

Make it happen
Hef ekki séð þessa, ekki frekar en aðrir gagnkynhneigðir karlmenn.

Mamma mia
Hef ekki séð þessa, ekki frekar en aðrir gagnkynhneigðir karlmenn.

The Rocker
Trommara er bolað úr hljómsveit sem svo verður heimsfræg. 20 árum síðar fær hann uppreisn ælu (rofl?). Þráinn Wilsson er pirrandi til að byrja með en venst fljótt. Fínasta mynd ef maður kemst í gegnum byrjunina. 2 stjörnur af 4.

Get smart
Allt verður vitlaust á kaffihúsinu einn daginn og leyniþjónusta einhver er á hálum ís. Baldni folinn kemur til bjargar. Þetta er sögð vera gamanmynd með hasarívafi en því er öfugt farið. Þetta er vafamynd í gamanhasar. Fín afþreying. 2,5 stjörnur af 4.

Sveitabrúðkaup
Hef ekki séð hana.

The Dark Knight
Maður klæddur í einhverskonar búning sem líkist leðurblöku, Leðurblökumaður ef þið viljið, kemst í klandur þegar geðsjúkur trúðamálaður einstaklingur leikur á alls oddi við að valda stjórnleysi í Gotham City. Hef séð þessa tvisvar og hún varð aðeins betri í seinna skiptið. Samtals 8 stjörnur af 8. 4 stjörnur af 4 að meðaltali.

Star wars - Clone wars
Hef ekki séð hana.

Wall·E
Jörðin hefur verið yfirgefin árið ca 3000 vegna mengunar. Eftir er vélmennið Wall-E. Stórkostleg mynd! Sjáið hana bara og haldiði kjafti. 4 stjörnur af 4.

The Mummy: tomb of the dragon emperor
Hef ekki séð hana.

Skrapp út
Hef ekki séð hana en hef heyrt skelfilegar sögur.

The X-files: I want to believe
Hef ekki séð hana.

The Strangers
Hef ekki séð hana, enda ekki geðsjúklingur.


Mjög dapur bíóárangur að þessu sinni vegna annríkis. Ég hyggst bæta úr því á næstunni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.