Þá er helgin að baki. Ég hef tekið saman topp 5 lista yfir þær setningar sem ég sagði oftast:
5. „Andskotinn“. Það fyrsta sem ég segi þegar ég vakna.
4. „Takk“. Ég er með þakklátari mönnum landsins. Þakka að meðaltali þrisvar sinnum fyrir mig við hver viðskipti.
3. „Jó jó“. Svona svara ég í símann. Dæmigert símasvar fyrir okkur rapparana.
2. „GEFÐU STEFNULJÓS HÓRAN ÞÍN!“ Í umferðinni, ræðandi málin við aðra bílstjóra sem heyra ekki í mér.
1. „Ekki segja Gísla að ég hafi borðað þetta“. Ég má ekki borða óhollustu fyrir körfuboltann, samkvæmt Gísla þjálfara. Vel á minnst, ekki segja Gísla að ég hafi skrifað þetta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.