Á föstudaginn síðasta fór ég í keilu með frænda mínum, frænda frænda míns og konu frænda frænda míns.
Ferðin var í frásögu færandi fyrir tvær sakir:
Sök 1:
Á næstu braut við okkur var ungt par, á bilinu 12-54 ára. Eftir hverja ferð á brautina, þar sem þeim gekk misvel, þurftu þau að taka á móti hvoru öðru með kossi og faðmlagi. Nú spyr ég; af hverju ætti ég ekki að mega slá til þeirra?
Tekið úr uppkasti að varnarræðu minni fyrir dómstólum í næsta mánuði.
Sök 2:
Svona varð skor mitt:
Leikur 1: 87 stig - 3. sæti.
Leikur 2: 110 stig - 2. sæti.
Leikur 3: 187 stig - 1. sæti.
Ég bætti mig um tæplega 115% prósent frá fyrsta leik til þess síðasta. Sem, þegar ég hugsa út í það, gefur meira til kynna hversu rosalega lélegur fyrsti leikurinn hjá mér var. Sem gerir þessa sök 2 ógilda, þar sem ég segi ekki frá slæmum árangri mínum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.