Í síðustu viku voru liðin 7 ár síðan ég hóf að berjast gegn "Finnur finnur" bröndurum. Hér eru nokkur dæmi um slíka gæðabrandara:
Sagt daglega í vinnunni þegar þarf að finna gögn: "Finnur þú þetta ekki bara Finnur?"
Sagt þegar sparkað er í mig liggjandi: "Finnur, finnur þú til?"
Sagt af heimsku fólki: "Fannstu fyrir skjálftanum Finnur? hahaha"
Ég var farinn að sjá verulega góðan árangur í síðasta mánuði, þar sem bröndurum hafði fækkað um 4% á milli ára. Þá fór allt í rugl aftur og ég sé ekki fyrir endann á brandaraflóðinu sem mætir mér hvert sem ég fer.
Í dag komst ég að því hvað veldur. RÚV hálfvitarnir keyptu inn barnaþáttinn "Finn op" og þýddu sem "Finnur finnur upp".
Takk RÚV.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.