þriðjudagur, 16. september 2008

Þetta lærði ég í dag:

* Ég get ekki lengur skrifað 36 án þess að bæta við 5 fyrir aftan (365) ósjálfrátt. Líklega af því ég skrifa 365 ca 365 sinnum á dag, verandi að vinna hjá 365. Þegar ég hugsa út í það þá er fáránlegt að skrifa 36 og sleppa 5.

* Körfuboltalið mitt í 2. deildinni, UMFÁ, mun spila tvo útileiki gegn ÍBV í vetur. Sem þýðir tvær ferðir með Herjólfi til Eyja. Sem þýðir samtals á milli 6-7 tímar af stanslausri ælu fyrir mig, að því gefnu að ég komist í liðið og fótbrotna ekki óvart fyrir tilstilli hafnaboltakylfu áður. Ég get ekki beðið eftir því.

* Það mun rigna tryllingslega í kvöld um leið og markaðir heims hrynja. Mín spá: gríðarlegt magn af jakkafataklæddum mönnum fara út að labba í kvöld. Það er mjög þægilegt að gráta í rigningu, að sögn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.