sunnudagur, 31. ágúst 2008

Þessu laugardagskvöldi var eytt í að opna gamla kassa og skoða innihaldið. Kassar minninganna, ef þið viljið.

Allavega, þar fann ég skólamynd af mér í öllum skólunum sem ég hef verið í. Gjörið svo vel:


Hallormsstaðaskóli 1983. Tók námið full alvarlega, miðað við aldur.



Finnbogastaðaskóli 1985. Í þá gömlu góðu daga þegar ég notaði ekki gleraugu.



Fellaskóli 1989. Fyrsta árið mitt í Fellabænum. Sló í gegn með flottu hári og róandi augnaráði.



Menntaskólinn á Egilsstöðum 1996. Annað námsárið. Ladies man.



Háskólinn í Reykjavík 2006. Útskriftarmyndin. Góðir tímar. Sérstaklega fyrir eyrun á mér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.