Um daginn fór ég að efast um heilbrigði tanna minna og fékk því tíma hjá tannlækni.
Hann tók tvær myndir, leit yfir tennurnar og öskraði svo "Í fínu lagi með allt", gnístandi tönnum.
Fyrir þessar 5 mínútur greiddi ég aðeins 8.500 krónur, sem gera rúmlega 100.000 krónur á klukkutímann fyrir tannlækninn og rétt um 17,7 milljónir á mánuði.
Þá tel ég ekki bensínkostnaðinn við að keyra þessa 12 km leið til hans í Grafarvog, sem gera ca 200 krónur.
En þetta er í fínu lagi. Ég hefði hvort eð er bara eytt þessum peningi í Risa hraun og þarmeð eyðilagt í mér tennurnar. Þar af leiðandi hefði ég líklega þurft að sitja í stólnum í klukkutíma, sem gera yfir 100.000 krónur, samkvæmt útreikningum að ofan. Þá tel ég ekki bensínkostnaðinn með.
Þannig að ótrúleg heppni mín í fjármálum heldur áfram.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.