fimmtudagur, 7. ágúst 2008

Í gærkvöldi funduðu nokkrir ungir menn á Álftanesi. Á þeim fundi var m.a. mynduð meirihlutastjórn Körfuknatt- leiksdeildar ungmennafélags Álftaness. Hún er erftirfarandi:

Formaður: Albert Formaður. Eftirnafn hans þótti vel við hæfi.
Ritari: Raggi Arinbjarnarson (fyrir miðju myndarinnar, sauðdrukkinn).
Gjaldkeri: Víðir Þórarins (fjarverandi), þegar hann er ekki fullur eða í Vestmannaeyjum þeas.
Meðstjórnandi 1: Óli Rú, gítarsólóleikari.
Meðstjórnandi 2: Finnur Torfi Gunnarsson, einnig þekktur sem Finnur Forstöðumaður Samskiptasviðs Meistaraflokks Körfuknattleiksdeildar Ungmennafélags Álftaness.

Einnig var Gísli skipaður þjálfari liðsins í vetur, það skjalfest með hoppfævi og því svo fagnað með hópsöng.

Lögin sem sungin voru eru hér að neðan í spilara.




1. Prodigy - Climbatize: Gamalt og gott. Svo gamalt að það má næstum heyra í harmonikku. Næstum!
2. Daft Punk - Aerodynamics: Eitt af mínum uppáhalds með Daft Punk.
3. Justice - Valentine: Rómantískt. Nýlega uppgötvað. Ekki ósvipað Veridis Quo með Daft Punk.
4. Aphex Twin - Logon Rock Witch: Hélt að ég væri orðinn geðveikur þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Svo varð það sturlað.

0 athugasemdir: